Í dag er spáð suðaustan 8 til 13 metrum á sekúndu og slyddu eða snjókomu með köflum við suðvesturströndina. Annars verður hægari austlæg átt og þurrt.
Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast norðaustan til, en hiti verður í kringum frostmark á Suður- og Suðvesturlandi.
Svipað veður verður á morgun, nema úrkomuminna um landið suðvestanvert. Verður heldur kaldara.