Lögreglan og embætti héraðssaksóknara gripu alls 317 sinnum til símahlustunar eða skyldra úrræða við rannsókn mála að fengnum dómsúrskurði á seinasta ári.
Í nærri helmingi tilfella var þessum úrræðum beitt vegna rannsóknar á fíkniefnabrotum.
Þetta eru nokkuð fleiri slíkar aðgerðir en árið á undan en töluvert færri en á árunum 2018 til 2020. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkominni skýrslu embættis ríkissaksóknara um eftirlit með símahlustunum og skyldum úrræðum á árinu 2022.
Embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu beitti símahlustun eða skyldum úrræðum í mestum mæli í fyrra þegar þegar fjöldi þessara aðgerða er skoðaður eftir embættum, eða í alls 183 skipti. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum kemur næstur en fjöldi aðgerða hjá því embætti var 76 í fyrra og héraðssaksóknari greip 47 sinnum til þessara úrræða.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.