Í dag er spáð austan 3 til 10 metrum á sekúndu og dálítil él verða norðvestan til fram að hádegi, en annars bjartviðri.
Hvessir og þykknar upp syðst í kvöld með stöku éljum.
Austan 5-13 m/s verða á morgun, en 13-18 syðst. Skýjað verður og dálítil él en léttskýjað vestanlands.
Frost verður á bilinu 2 til 13 stig, kaldast inn til landsins fyrir norðan. Hiti verður um og yfir frostmarki við suður- og vesturströndina.