Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins fór í útkall að verslun Krónunnar við Norðurhellu í Hafnarfirði um klukkan hálfátta í kvöld þar sem kviknað hafði í bifreið.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu kom lögregla fyrst á vettvang og slökkti eldinn. „Við sendum dælubíl samt á staðinn og hann kláraði að kæla hann [bílinn] aðeins niður, þetta var bara stutt,“ segir varðstjóri að lokum.