Framganga Ragnars gagnrýnd

Frá mótmælunum síðastliðinn fimmtudag.
Frá mótmælunum síðastliðinn fimmtudag. mbl.is/Eyþór

Gildi líf­eyr­is­sjóður hef­ur sent stjórn VR form­lega kvört­un vegna fram­göngu og hegðunar Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar for­manns VR gagn­vart stjórn­end­um og al­mennu starfs­fólki líf­eyr­is­sjóðsins í kjöl­far mót­mæla sem áttu sér stað á skrif­stofu sjóðsins á fimmtu­dag.

Mark­mið mót­mæl­anna var að þrýsta á líf­eyr­is­sjóðina um að koma bet­ur til móts við Grind­vík­inga.

Árni Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri Gild­is seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að þeir starfs­menn sem urðu vitni að mót­mæl­un­um hafi upp­lifað van­líðan og óþæg­indi. Með bréf­inu vildi sjóður­inn því gera grein fyr­ir fram­göngu Ragn­ars, enda lang­flest­ir starfs­menn Gild­is fé­lags­menn í VR.

„Fyrst og fremst er þetta bréf sent stjórn VR til að vekja at­hygli á því að formaður­inn þeirra sé að vinna gegn hags­mun­um fé­lags­manna með því að skipu­leggja mót­mæli inni á skrif­stofu vinnustaðar­ins þar sem fé­lags­fólkið hans starfar,“ seg­ir Árni. Ragn­ar og hóp­ur manna komu að sögn Árna inn á skrif­stof­una með gjall­ar­horn.

mbl.is/​Eyþór

Í bréf­inu seg­ir að Gildi hafi í kjöl­far mót­mæl­anna þurft að virkja EKKO-áætl­un líf­eyr­is­sjóðsins. Áætl­un­in hef­ur þann meg­in­til­gang að láta ekki of­beldi eða áreitni viðgang­ast á vinnustað, en í bréf­inu seg­ir að starfs­menn hafi upp­lifað að þeim hafi verið ógnað á vinnustaðnum og orðið fyr­ir and­legu of­beldi.

Þá seg­ir að starfs­menn sjóðsins upp­lifi að Ragn­ar hafi verið einn af hvata­mönn­um þess að mót­mæl­in færu ekki fram með friðsam­leg­um hætti. Árni seg­ir það skjóta skökku við að formaður­inn sýni slíka hegðun enda lúti áhersl­ur stétt­ar­fé­lags­ins að því að berj­ast gegn of­beldi og áreitni á vinnustað. Þetta komi hon­um þó ekki á óvart þar sem Ragn­ar hafi hvatt til nei­kvæðrar umræðu og jafn­vel hót­ana með færsl­um sín­um um líf­eyr­is­sjóðina á sam­fé­lags­miðlum. Með bréf­inu biðlar Gildi þannig til VR um að grípa til viðeig­andi aðgerða til að tryggja hags­muni fé­lags­manna, sem stjórn­end­ur sjóðsins telja Ragn­ar hafa brotið gróf­lega gegn.

Sam­kvæmt heim­ild­um blaðsins er Ragn­ari kunn­ugt um er­indið og hafn­ar hann ásök­un­un­um al­farið.

mbl.is/​Eyþór
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka