Mun fleiri karlar en konur greinast með HIV

Reykjavík.
Reykjavík. mbl.is

Í fyrra greindust 39 einstaklingar með HIV á Íslandi. Þar af voru 28 karlar, eða um 72%, og 11 konur. Rúmlega helmingur var nýgreiningar en hjá um helmingi var um þekkta sýkingu að ræða, sem hafði þá áður greinst erlendis. Þá smituðust langflestir nýgreindra erlendis en mikill minnihluti innanlands.

Kort/mbl.is

„Það sem við köllum nýgreindir eru aðilar sem eru að greinast í fyrsta skipti á Íslandi og hafa ekki greinst áður. Þannig að helmingurinn hefur ekki vitað af smitinu áður en það greinist hér en hinir hafa verið greindir áður erlendis og þá vitað af smitinu,“ segir Anna Margrét Guðmundsdóttir, yfirlæknir á sóttvarnarsviði hjá embætti Landlæknis.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert