Staðfest hefur verið að myntin sem fannst í Þjórsárdal í haust er ósvikin og er að líkindum frá tímum Haraldar blátannar Danakonungs. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í október fann Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður myntina þegar hún var á göngu um Þjórsárdal ásamt föður sínum, Þór Magnússyni, fyrrverandi þjóðminjaverði.
Uggi Ævarsson minjavörður Suðurlands sá um að láta greina myntina. Hann segir í samtali við blaðið að hún hafi farið í svokallaðan pXRF-greini Háskóla Íslands. „Niðurstaðan er í samræmi við aðrar greiningar á mynt frá víkingaöld, þ.e. að silfurinnihald er mikið. Teknar voru fjórar mælingar, tvær á mismunandi stöðum á hvorri hlið myntarinnar. Meðaltal mælinganna sýnir að silfurinnihald er 93,5%,“ segir Uggi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.