Neyttu fíkniefna í bílageymslu

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um þrjá menn að neyta áfengis og fíkniefna í bílageymslu í Reykjavík. Tveir þeirra voru farnir þegar lögreglan kom á staðinn.

Ungmenni voru staðin að þjófnaði í verslun í Reykjavík. Foreldrum og barnavernd var tilkynnt um málið.

Einn var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.

Vísað út af bar

Þá var manni vísað út af bar vegna slæmrar hegðunar og var hann beðinn um að koma ekki þangað aftur, að því er segir í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun.

Lögreglan hafði í nógu að snúast.
Lögreglan hafði í nógu að snúast. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan í Hafnarfirði og Garðabæ vistaði mann í fangageymslu vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.

Einnig var ökumaður handtekinn vegna aksturs undir áhrifum áfengis, fíkniefna og að framvísa ökuskírteini annars manns.

mbl.is/Hari

Grunsamlegar mannaferðir

Lögreglunni í Kópavogi og Breiðholti barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir, auk þess sem eitt fíkniefnamál var þar til rannsóknar.

Jafnframt athugaði lögreglan með mannlausa bifreið í Heiðmörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert