Opin afplánunarúrræði ódýrari fyrir samfélagið

Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands.
Helgi Gunnlaugsson prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands. Samsett mynd/Sigurður Bogi

Helgi Gunn­laugs­son, pró­fess­or í af­brota­fræði við Há­skóla Íslands, kveðst finna fyr­ir breytt­um viðhorf­um til afplán­un­ar og fanga á síðustu ára­tug­um. Hann seg­ir mik­il­vægt að halda áfram að fjölga opn­um afplán­unar­úr­ræðum.

„Mér finnst ég merkja meiri skiln­ing hjá þeim sem eru fyr­ir þess­um mála­flokki á nauðsyn end­ur­hæf­ing­ar og bata, miðað við þegar ég hóf að rann­saka þetta,“ seg­ir Helgi í sam­tali við mbl.is. 

Spurður út í álit sitt á skýrslu Rík­is­end­ur­skoðunar um mál­efni Fang­els­is­mála­stofn­un­ar seg­ir hann vissu­lega mega skoða margt til bæta stöðu fang­els­is­mála hér á landi. 

„Það er eng­inn draum­ur að vera í fang­elsi,“ seg­ir Helgi en bæt­ir við að einnig megi draga margt fram sem já­kvætt er í sam­an­b­urði við er­lend fang­elsi. 

Fé­lags­leg ver­öld í ís­lensk­um fang­els­um 

Fá­menni í fang­els­um á Íslandi skapi að hans mati aðstæður þar sem fé­lags­leg ver­öld fanga og fanga­varða fái rými til að blómstra meira, þá einna helst hvað varðar sam­skipti þeirra á milli. 

„Hér hafa fang­ar og starfs­menn færi á að kynn­ast,“ seg­ir Helgi og seg­ir það oft á tíðum gera sam­skipt­in mannúðlegri og skapa já­kvæðari anda í fang­els­um. 

„Ef við ber­um okk­ur sam­an við Norður­lönd­in, ég tala nú ekki um ef við ber­um okk­ur sam­an við Banda­rík­in og Bret­land og Ástr­al­íu þar sem við erum að tala um hundruði eða þúsund­ir í fang­els­um, þar sem sam­skipti eru mjög óper­sónu­leg og ein­kenn­ast af mjög skýrri vald­skipt­ingu eða stig­veldi.“ 

Er­lend­ir fang­ar hagi sér vel

Seg­ir Helgi það til að mynda virðast hafa já­kvæð áhrif á er­lenda fanga í fang­els­um hér á landi. Langt í frá all­ir þeirra séu inn­flytj­end­ur held­ur svo­kallaðir glæpa­t­úrist­ar sem hingað komi til að fremja glæpi, svo sem fíkni­efna­smygl, auðgun­ar­glæpi eða jafn­vel of­beld­is­glæpi. 

Marg­ir þeirra hafi reynslu af verri kjör­um og sam­skipt­um í er­lend­um fang­els­um og séu því í raun sátt­ir við að afplána hér. Vissu­lega séu þar oft tungu­mála­örðuleik­ar sem geti gert erfitt fyr­ir, en marg­ir er­lendra fanga finni til hvata til að haga sér vel.

„Þeir reyna að vera ekki til vand­ræða til að eiga ekki á hættu að vera send­ir heim.“

Helgi segir mikilvægt að fjölga opnum úrræðum enda séu flestir …
Helgi seg­ir mik­il­vægt að fjölga opn­um úrræðum enda séu flest­ir fang­ar ekki hættu­leg­ir. mbl.is/Ó​mar Óskars­son

Opin úrræði auðvelda end­ur­komu í sam­fé­lagið

Helgi seg­ir stór­an hluta vand­ans inn­an fang­els­is­mála­stofn­un­ar vissu­lega ein­kenn­ast af fjár­svelti og mönn­un­ar­vanda sem Rík­is­end­ur­skoðun sýni skýr­merki­lega fram á í sinni skýrslu. 

Um­bæt­ur á hús­næði Litla-Hrauns og upp­bygg­ing nýs fang­elsi séu vissu­lega mik­il­væg­ir liðir í að bæta kerfið, en Helgi bend­ir einnig á mik­il­vægi þess að halda áfram að fjölga opn­um úrræðum, nýta ra­f­rænt eft­ir­lit og sam­fé­lagsþjón­ustu í rík­ari mæli.

Hann seg­ir slík­um úrræðum hafa fjölgað mikið síðan um alda­mót­in og auðveldi end­ur­komu fanga í sam­fé­lagið, stytti eða komi í veg fyr­ir afplán­un í fang­elsi og sé mun ódýr­ari fyr­ir skatt­greiðend­ur. 

Flest­ir fang­ar ekki hættu­leg­ir

Flest­ir fang­ar sem afpláni dóma hér á landi séu hvorki hættu­leg­ir sjálf­um sér né öðrum og því vert að gefa þeim færi á að sækja vinnu eða nám sam­hliða afplán­un.

„Varðandi þessa nýju fang­els­is­bygg­ingu á Hraun­inu þá finnst mér að menn ættu að hanna það þannig að það geti, að minnsta kosti að hluta til, verið opið úrræði,“ seg­ir Helgi.

Hann kveðst ekki telja það hafa áhrif á strok enda hafi það al­mennt ekki verið vanda­mál til þessa. Erfitt sé fyr­ir fanga að yf­ir­gefa landið eða fela sig til lengri tíma á lít­illi eyju og því kom­ist menn í mesta lagi upp með nokkra daga sem sé varla þess virði. 

Fangelsið á Hólmsheiði er ætlað sem móttöku- og gæsluvarðhaldsúrræði.
Fang­elsið á Hólms­heiði er ætlað sem mót­töku- og gæslu­v­arðhaldsúr­ræði.

Færri úrræði fyr­ir kon­ur

Helgi kveðst einnig ánægður að sjá stefnu varðandi mál­efni kvenna í fang­els­um í skýrsl­unni,  en hann seg­ir stöðu þeirra al­mennt lak­ari en karl­kyns fanga. 

„Og aðstæður karl­anna eru ekk­ert til að hrópa húrra fyr­ir.“  

Hann seg­ir kven­fang­elsi að miklu leyti verr búin og að færri úrræði standi kon­um til boða t.d. hvað varðar opin afplán­unar­úr­ræði og mennt­un­ar­mögu­leika. 

Kon­ur séu einnig oft­ar en ekki vistaðar til lengri tíma í fang­els­inu á Hólms­heiði, sem sé í raun ein­ung­is ætlað sem mót­töku- og gæslu­v­arðhalds­fang­elsi.  

Ekki börn­in sem hafa brotið af sér

Þá nefn­ir Helgi einnig mál­efni og rétt­indi barna. Umboðsmaður barna hafi í sam­ráði við laga­deild og af­brota­fræðideild unnið skýrslu í fyrra um stöðu barna þeirra sem afplána fang­els­is­dóma, en Helgi seg­ir stöðu þeirra bága.

Marg­ir for­eldr­ar sem sitji inni og aðstand­end­ur þeirra utan fang­els­is­ins vilji jafn­vel ekki í sum­um til­fell­um að barnið heim­sæki for­eldri í afplán­un vegna nöt­ur­legr­ar aðstöðu sem sé ein­fald­lega ekki börn­um bjóðandi. 

„Við sjá­um það til sam­an­b­urðar á Norður­lönd­un­um að aðstæður eru allt aðrar og það er hægt að hafa þetta á hátt þar sem fang­ar geta átt sam­veru­stund með börn­um sín­um.“

„Börn­in hafa ekki brotið af sér, það á ekki að refsa þeim.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka