„Ósannindi og árásir á mannorð Ragnars“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á umræddum mótmælafundi sl. fimmtudag.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á umræddum mótmælafundi sl. fimmtudag. mbl.is/Eyþór

Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og níu aðrir stjórn­ar­menn fé­lags­ins for­dæma um­mæli sem Árni Guðmunds­son, fram­kvæmda­stjóri Gild­is, hef­ur látið falla um fram­göngu Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar, for­manns VR, í liðinni viku. 

Fram kem­ur í yfir­lýs­ingu á vef Efl­ing­ar, að um­rædd­ir stjórn­ar­menn fé­lags­ins hafi verið viðstödd mót­mæli sem fóru fram í höfuðstöðvum Gild­is 30. nóv­em­ber. 

Fram kom í Morg­un­blaðinu í dag, að Gildi líf­eyr­is­sjóður hefði sent stjórn VR form­lega kvört­un vegna fram­göngu og hegðunar Ragn­ars Þórs gagn­vart stjórn­end­um og al­mennu starfs­fólki líf­eyr­is­sjóðsins í kjöl­far mót­mæl­anna.

Mark­mið mót­mæl­anna var að þrýsta á líf­eyr­is­sjóðina um að koma bet­ur til móts við Grind­vík­inga.

Segja ekk­ert hæft í ásök­un­un­um

„Við und­ir­rituð, stjórn­ar­menn í Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi sem vor­um viðstödd mót­mæli í höfuðstöðvum Gild­is þann 30. nóv­em­ber, for­dæm­um róg­b­urð, ósann­indi og árás­ir á mann­orð Ragn­ars Þórs Ing­ólfs­son­ar af hálfu yf­ir­manna skrif­stofu Gild­is líf­eyr­is­sjóðs.

Ná­kvæm­lega ekk­ert er hæft í þeim al­var­legu ásök­un­um sem Árni Guðmunds­son fram­kvæmda­stjóri og Bjarney Sig­urðardótt­ir skrif­stofu­stjóri Gild­is setja fram í bréfi sínu til stjórn­ar VR í gær 4. des­em­ber. Í bréf­inu er því haldið fram að á friðsam­leg­um mót­mæl­um 30. nóv­em­ber hafi starfs­fólki Gild­is verið „ógnað á vinnustaðnum“, það orðið fyr­ir „and­legu of­beldi“ og „[lokast] inn í rými með ógn­andi aðila“,“ seg­ir í til­kynn­ingu Efl­ing­ar. 

„Fjar­stæðukennd­ur upp­spuni“

Þau segja enn frem­ur að þessa lýs­ing­ar sjóðsins væru „fjar­stæðukennd­ur upp­spuni eins og tug­ir ein­stak­linga sem voru viðstödd mót­mæl­in eru til vitn­is um.“

„Við for­dæm­um með öllu þá ákvörðun Árna Guðmunds­son­ar fram­kvæmda­stjóra og Bjarn­eyj­ar Sig­urðardótt­ur skrif­stofu­stjóra Gild­is að ráðast með ósann­ind­um að okk­ur sem tók­um þátt í friðsam­leg­um mót­mæl­um í höfuðstöðvum sjóðsins þann 30. nóv­em­ber. Lúa­leg­ar árás­ir þeirra á Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son eru um leið árás á okk­ur, á sjóðfé­laga frá Grinda­vík og aðra þá sem tóku þátt í um­rædd­um mót­mæl­um,“ seg­ir jafn­framt í yf­ir­lýs­ingu Efl­ing­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert