Persónuvernd hefur komist að þeirri niðurstöðu, og úrskurðað til samræmis við það, að notkun Garðabæjar á skýjalausn Google í grunnskólastarfi bæjarins samrýmist ekki lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga númer 90/2018 auk ákvæða reglugerðar (ESB) 2016/679.
Leggur Persónuvernd fyrir Garðabæ í ákvörðun sinni að færa vinnsluna til samræmis við löggjöfina og veitir frest til lagfæringarinnar til 29. febrúar 2024.
Leggur Persónuvernd auk þess stjórnvaldssekt á sveitarfélagið að fjárhæð 2.500.000 krónur en sambærileg ákvörðun stofnunarinnar beinist enn fremur að fjórum öðrum sveitarfélögum.