Stutt framlenging lokunar Bláa lónsins

Tímabundin lokun gildir til laugardags.
Tímabundin lokun gildir til laugardags. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bláa lónið hefur framlengt tímabundna lokun lónsins um tvo daga. Tímabundin lokun átti að standa til 7. desember, en nú stendur hún til 9. desember.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa Lóninu.

Öryggi og velferð helsta forgangsmál Bláa Lónsins

„Þann 9. nóv­em­ber ákvað Bláa Lónið að loka starfs­stöðvum sín­um í Svartsengi, þ.e. Bláa Lón­inu, Silica-hót­eli, Retreat-hót­eli, Retreat Spa og veit­ingastaðnum Moss. Með til­liti til trufl­ana sem orðið höfðu á upp­lif­un gesta og langvar­andi álags á starfs­fólk grip­um við til þess­ara varúðarráðstaf­ana til að tryggja ör­yggi og vel­ferð, sem er okk­ar helsta for­gangs­mál nú sem endra­nær,“ eins og seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Núverandi lokun Bláa Lónsins mun því gilda til klukkan 7 laugardaginn 9. desember og verður staðan þá endurmetin. Lokun Silica-hótels og Retreat-hótels gildir þó aðeins lengur, eða þar til klukkan 7 þriðjudaginn 12. desember, þegar staðan verður endurmetin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert