Sverrir opnar B um helgina

Skemmtistaðurinn B opnar á föstudagskvöldið.
Skemmtistaðurinn B opnar á föstudagskvöldið. Samsett mynd

Skemmtistaðurinn B, við Bankastræti 5 í Reykjavík, opnar að öllu óbreyttu um helgina. Sverrir Einar Eiríksson, annar eigandi staðarins auglýsir opnun B á samfélagsmiðlum í dag. 

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu afturkallaði starfsleyfi staðarins frá og með 27. október. Var staðnum lokað í sex vikur á grundvelli þess að eftirlit lögreglu með staðnum hafi leitt í ljós að of margir hafi verið inni á staðnum í einu. Þar hafi einnig verið ungmenni sem ekki höfðu leyfi til að vera inni á staðnum. 

Lögregla lokaði staðnum

Skemmtistaðurinn B komst í fréttir þó nokkrum sinnum í haust þegar lögregla lokaði staðnum. Í eitt skipti var Sverrir Einar leiddur út af staðnum í handjárnum. 

Nú eru sex vikurnar liðnar og virðist ekkert standa í vegi þess að B opni á föstudagskvöld. Jói Pé og Króli munu koma fram. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert