Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvanir

Flugumferðarstjórar hafa boðað tvær vinnustöðvanir.
Flugumferðarstjórar hafa boðað tvær vinnustöðvanir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félag íslenskra flugumferðarstjóra hefur boðað tvær vinnustöðvanir dagana 12. og 14. desember, sex klukkutíma í senn frá klukkan fjögur á morgnana til klukkan tíu, í aðflugssvæðinu í kringum Keflavík og Reykjavík.

Þetta staðfestir Arnar Hjálmsson, formaður félags flugumferðastjóra, í samtali við mbl.is en hann var þá nýkominn af samningafundi en gagnaðilinn er Isavia ohf. og dótturfélags þess. SA er með samningsumboðið fyrir þau.

„Við erum búnir að boða þessar vinnustöðvanir. Við vonumst til þess að fara ekki í þær og að þessar boðuðu aðgerðir verði til þess að draga fram einhvern vilja hjá gagnaðilum okkar í að landa samningi,“ segir Arnar.

Verði að fyrirhugaðri vinnustöðvun stöðvast allt flug á áðurnefndum tíma að undanskildu sjúkraflugi og öllu flugi á vegum Landhelgisgæslunnar.

Kjarasamningar flugumferðarstjóra hafa verið lausir frá 1. október síðastliðinn og hafa samningsaðilar ekki náð samkomulagi um nýjan samning.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert