Maciej dæmdur í sextán ára fangelsi

Maciej Jakub Tali var í dag dæmdur í 16 ára …
Maciej Jakub Tali var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða meðleigjanda sínum að bana. mbl.is

Maciej Jakub Tali var í dag dæmd­ur í sex­tán ára fang­elsi fyr­ir að hafa orðið meðleigj­anda sín­um að bana í Dranga­hrauni í Hafnar­f­irði 17. júní á þessu ári. Rúv grein­ir frá.

Héraðsdóm­ur Reykja­nes dæmdi Maciej í dag en hon­um er jafn­framt gert að greiða dótt­ur hins látna 35 millj­ón­ir króna í skaðabæt­ur. Hinn látni hét Jaroslaw Kam­insk.

Maciej neitaði sök í mál­inu og bar fyr­ir sig sjálfs­vörn. 

Aðalmeðferð máls­ins frestaðist í haust vegna þess að blóðugur hníf­ur fannst á heim­ili hins látna 16. októ­ber. Dótt­ir hans fann hníf­inn og er hann tal­inn­hafa verið morðvopnið. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert