Maciej Jakub Tali var í dag dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið meðleigjanda sínum að bana í Drangahrauni í Hafnarfirði 17. júní á þessu ári. Rúv greinir frá.
Héraðsdómur Reykjanes dæmdi Maciej í dag en honum er jafnframt gert að greiða dóttur hins látna 35 milljónir króna í skaðabætur. Hinn látni hét Jaroslaw Kaminsk.
Maciej neitaði sök í málinu og bar fyrir sig sjálfsvörn.
Aðalmeðferð málsins frestaðist í haust vegna þess að blóðugur hnífur fannst á heimili hins látna 16. október. Dóttir hans fann hnífinn og er hann talinnhafa verið morðvopnið.