Umtalsverðar hækkanir verða á sorphirðugjöldum í þremur af sex sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu frá og með næstu áramótum. Nemur hækkunin allt að 40%.
Þessar hækkanir koma í kjölfar innleiðingar á nýju flokkunarkerfi fyrir allt höfuðborgarsvæðið um mitt árið. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga kveðst binda vonir við að Úrvinnslusjóður muni á endanum taka á sig hluta aukins kostnaðar sem hlýst af nýja flokkunarkerfinu.
Mest er hækkunin í Reykjavík þar sem íbúar greiddu fyrir breytingar 52.600 fyrir þessar tvær tunnur en munu greiða 73.500 á næsta ári. Nemur hækkunin 40%. Í Kópavogi er fast sorpeyðingargjald á hverja íbúð og nam það 48.400 krónum í ár. Á næsta ári hækkar gjaldið um 29% og verður 62.500.
Miðað er við parhús þar sem áður voru tvær tunnur, ein fyrir blandað sorp og ein endurvinnslutunna.
Meira í Morgunblaðinu í dag, miðvikudag.