Skoða gjaldtöku á tæknirisa

Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, menningar og viðskiptaráðherra.

Stutt er í að starfs­hóp­ur á veg­um menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins skili af sér hug­mynd­um um gjald­töku á er­lenda sam­fé­lags­miðla, streym­isveit­ur og fjöl­miðlaveit­ur sem veita mynd­efni eft­ir pönt­un. 

Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar og viðskiptaráðherra, bar málið upp á rík­is­stjórn­ar­fundi í gær.

Frétt­um er gjarn­an deilt á sam­fé­lags­miðlum, svo sem Face­book og X. Hafa lönd á borð við Ástr­al­íu og Kan­ada þegar hafið gjald­töku vegna deil­inga frétta í gegn­um Face­book.

Ólíkt tekið á regl­un­um milli landa

Meta, móður­fyr­ir­tæki Face­book og In­sta­gram, hef­ur þó tekið ólíkt á regl­um um gjald­töku í lönd­un­um tveim­ur.

Þannig bannaði Meta all­ar deil­ing­ar á frétt­um í Ástr­al­íu í sex daga en í kjöl­farið náðust samn­ing­ar um lög­gjöf­ina. Þess­ir samn­ing­ar hafa skilað þarlend­um fjöl­miðlum 19,6 millj­örðum króna frá því regl­urn­ar tóku gildi frá því í maí á síðasta ári. 

„Ef við horf­um til Íslands þá sam­svar­ar þetta sér í um 30% af rit­stjórn­ar­kostnaði og þetta eru því risa­vaxn­ir hags­mun­ir,“ seg­ir Lilja. 

Meiri­hátt­ar sam­drátt­ur í Kan­ada

Í Kan­ada voru samþykkt sam­bæri­leg lög um gjald­töku en málið fór í ann­an far­veg. Þar ákvað Meta aft­ur á móti að loka á deil­ing­ar frétta í gegn­um Face­book eft­ir laga­setn­ing­una og stend­ur það bann enn.

„Ákvörðun Meta hef­ur leitt til þess að meiri­hátt­ar sam­drátt­ur hef­ur verið í frétta­lestri í Kan­ada,“ seg­ir Lilja sem kynnt hef­ur sér málið vel og hélt er­indi og sótti fyr­ir­lest­ur í Col­umb­ia-há­skóla í New York-borg í sept­em­ber.

„Þetta er ekki á vís­an að róa í þessu. Við get­um gert þetta en það get­ur líka leitt til þess að við meg­um ekki leng­ur deila ís­lensk­um frétt­um á Meta,“ seg­ir Lilja. 

Face­book-notk­un er sam­bæri­leg á Íslandi og í Kan­ada og að sögn Lilju á eft­ir að koma reynsla á það hvaða áhrif þetta hef­ur á notk­un á Face­book í Kan­ada.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert