Áfram í haldi vegna andláts

Bátavogur í Reykjavík.
Bátavogur í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fallist á kröfu lögreglunnar um áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. desember yfir konu um fertugt sem grunuð um að hafa orðið manni að bana í Bátavogi í Reykjavík.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Grímur segir rannsóknina ganga ágætlega. Hann reiknar með því að lögreglan skili málinu á næstu dögum til ákærusviðs til yfirferðar og að það fari í framhaldinu til héraðssaksóknara.

Karlmaður á sextugsaldri fannst látinn í íbúð fjölbýlishúss í Bátavogi í september. Konan sem er grunuð í málinu var fyrst úrskurðuð í gæsluvarðhald 25. október og hefur hún því verið í haldi í yfir einn og hálfan mánuð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert