Starfsemi áfangaheimilis Samhjálpar við Höfðabakka í Reykjavík, eða Brúar, verður hætt í lok janúar næstkomandi. Á áfangaheimilinu eru 18 einstaklingsíbúðir auk sameiginlegs fundarýmis. Félagsþjónusta Reykjavíkurborgar mun tryggja heimilisfólki húsaskjól þegar Brú verður skellt í lás.
Þetta segir Edda Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samhjálpar, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir áfangaheimili mikilvægan hlekk í bataferli þeirra sem lokið hafa meðferð við fíknisjúkdómum og vinna að því að verða virkir þátttakendur í samfélaginu á nýjan leik.
Lokun áfangaheimilisins sé því mikill harmleikur og rof í bataferli heimilismanna á Brú.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.