Brú verður skellt í lás á nýju ári

Á kaffistofu Samhjálpar geta þeir sem ekki hafa tök á …
Á kaffistofu Samhjálpar geta þeir sem ekki hafa tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir sótt aðstoð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starf­semi áfanga­heim­il­is Sam­hjálp­ar við Höfðabakka í Reykja­vík, eða Brú­ar, verður hætt í lok janú­ar næst­kom­andi. Á áfanga­heim­il­inu eru 18 ein­stak­lings­í­búðir auk sam­eig­in­legs funda­rým­is. Fé­lagsþjón­usta Reykja­vík­ur­borg­ar mun tryggja heim­il­is­fólki húsa­skjól þegar Brú verður skellt í lás.

Þetta seg­ir Edda Jóns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­hjálp­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið. Hún seg­ir áfanga­heim­ili mik­il­væg­an hlekk í bata­ferli þeirra sem lokið hafa meðferð við fíkni­sjúk­dóm­um og vinna að því að verða virk­ir þátt­tak­end­ur í sam­fé­lag­inu á nýj­an leik.

Lok­un áfanga­heim­il­is­ins sé því mik­ill harm­leik­ur og rof í bata­ferli heim­il­is­manna á Brú.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka