Eldur kviknaði í lyftara

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað á vettvang. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eldur kviknaði í rafmagnslyftara við Bónus í Mosfellsbæ um níuleytið í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða lítinn lyftara sem er notaður inni í flutningabílum.

Þegar slökkviliðið kom á staðinn voru starfsmenn nánast búnir að slökkva eldinn með slökkvitæki. Reykurinn var töluverður.

Eftir að eldurinn hafði verið slökktur að fullu og lyftarinn kældur var hann settur í bílinn og fluttur í burtu, að sögn varðstjórans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert