Framkvæmdir standa yfir í Versló

Viðhald hefur staðið yfir á árinu.
Viðhald hefur staðið yfir á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdum við húsnæði Verzlunarskóla Íslands í Ofanleiti gæti verið lokið 1. febrúar ef áætlanir standast en viðhald hefur staðið yfir á árinu. Hafa vegfarendur í borginni veitt því athygli að byggingin er pökkuð inn í plast ef þannig má að orði komast.

„Nú er verið að steina húsið og í eldra húsinu var skipt um alla glugga síðasta sumar. Húsinu var pakkað inn í plast í október til að auðvelda verkið og verja efnið fyrir veðri og vindum en við höfum reyndar verið afar heppin með veður í nóvember,“ sagði skólameistarinn Guðrún Inga Sívertsen þegar Morgunblaðið forvitnaðist um gang mála í gær.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert