Skjálftar við Hellisheiðarvirkjun

Hrinan náði ef til vill hámarki á milli kl. 10 …
Hrinan náði ef til vill hámarki á milli kl. 10 og 14. Kort/map.is

Vel á þriðja tug skjálfta hafa mælst í grennd við Hellisheiðarvirkjun það sem af er degi.

Segja má að hrinan hafi verið mest áberandi á milli klukkan 10 og 14 í dag. Þá mældust þrír skjálftar af stærð 2 eða meiri. Skjálftahrinan heldur þó áfram.

Stærsti skjálftinn reið yfir klukkan 12.55 og mældist 2,5 að stærð. Varð hann í kjölfar annars skjálfta, 2,3 að stærð, sem mældist aðeins tveimur mínútum áður.

Báðir áttu þeir upptök sín undir Húsmúla, skammt norður af virkjuninni.

Um tvær vikur eru liðnar frá því vart varð við stærri hrinu. Stærsti skjálfti hennar var 3,4 að stærð og fannst vel í Hveragerði, eins og mbl.is greindi frá.

Háhitasvæðið að stækka

Fjallað var ít­ar­lega í nóvember um breyt­ing­ar á jarðhita á há­hita­svæðinu í Hvera­döl­um við Hell­is­heiði.

Greini­legt þykir að há­hita­svæðið sé að stækka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert