90 jarðskjálftar frá miðnætti

90 skjálftar mældust við kvikuganginn á Reykjanesskaga.
90 skjálftar mældust við kvikuganginn á Reykjanesskaga. Kort/Map.is

Um 90 jarðskjálftar hafa riðið yfir við kvikuganginn á Reykjanesskaga síðan á miðnætti. 

Þetta staðfestir Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir, náttúruvársérfræðingur Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. 

Hún segir stöðuna á Reykjanesskaganum að mestu óbreytta líkt og síðustu vikur.

Hún segir einhverja skjálftavirkni vera við Bárðarbungu, Grímsvötn og Hellisheiðarvirkjun. Það sé þó ekki í frásögur færandi enda beri þar öðru hvoru á smávægilegri skjálftavirkni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert