Allt að 15 stiga frost fyrir norðan

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð hægri austlægri átt, en 8 til 15 metrar á sekúndu verða syðst. Víða verður léttskýjað, en skýjað með köflum austan til. Frost verður á bilinu 0 til 15 stig, kaldast á Norðurlandi.

Svipað veður verður á morgun, en stöku él við austurströndina.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert