#2 Sólveig Anna situr fyrir svörum

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og aðgerðasinni var aðalviðmælandi Stefáns Einars Stefánssonar í öðrum þætti af Spursmálum.

Skapaðist spennuþrungið samtal þeirra á milli um starfsemi verkalýðshreyfingarinnar og stöðu vinnumarkaðarins. Þátturinn var sýndur í beinu streymi hér á mbl.is kl. 14 en upptöku af þættinum má nálgast í spilaranum hér að ofan.

Auk Sólveigar Önnu ræddi Stefán Einar við þau Áslaugu Huldu Jónsdóttur, aðstoðarmann háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Björn Brynjúlf Björnsson, hagfræðing, um það sem bar efst á góma í fréttum vikunnar með líflegum og skemmtilegum hætti.

Spursmál er nýr og beinskeyttur umræðuþáttur sem sýndur er í beinu streymi á mbl.is kl. 14 alla föstudaga. Fylgstu með!

Stefán Einar Stefánsson er umsjónarmaður Spursmála.
Stefán Einar Stefánsson er umsjónarmaður Spursmála. Ljósmynd/Kristinn Magnússon
Sólveig Anna sat fyrir svörum í Spursmálum.
Sólveig Anna sat fyrir svörum í Spursmálum. mbl.is/Brynjólfur Löve
Áslaug Hulda Jónsdóttir og Björn Brynjúlfur Björnsson ræddu um fréttir …
Áslaug Hulda Jónsdóttir og Björn Brynjúlfur Björnsson ræddu um fréttir vikunnar. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert