Engin lending hjá flugumferðarstjórum

Félag íslenskra flugumferðarstjóra fundaði í dag með samninganefnd SA hjá …
Félag íslenskra flugumferðarstjóra fundaði í dag með samninganefnd SA hjá ríkissáttasemjara. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fé­lag ís­lenskra flug­um­ferðar­stjóra fundaði í dag með samn­inga­nefnd Sam­taka at­vinnu­lífs­ins í hús­næði rík­is­sátta­semj­ara, en flug­um­ferðar­stjór­ar hafa boðað verk­föll í tvígang í næstu viku, dag­ana 12. og 14. des­em­ber, sex klukku­tíma í senn frá klukk­an fjög­ur á morgn­ana til klukk­an tíu, í aðflugs­svæðinu í kring­um Kefla­vík og Reykja­vík.

„Fund­ur­inn gekk ágæt­lega og stóð í um það bil tvo tíma eða svo,“ seg­ir Arn­ar Hjálms­son, formaður Fé­lags flug­um­ferðar­stjóra, í sam­tali við mbl.is og bæt­ir því við að staðan sé þó nán­ast óbreytt eft­ir fund­inn. „Það voru svona ein­hverj­ar þreif­ing­ar og verið að reyna að finna ein­hverja þræði,“ seg­ir formaður­inn.

Kem­ur í ljós hver fram­vind­an verður

Næsti fund­ur er boðaður á mánu­dag­inn og seg­ir Arn­ar aðspurður að ekki sé til­efni til að hætta við vinnu­stöðvan­ir á þriðju­dag og fimmtu­dag eft­ir það sem fram kom á fundi dags­ins. „Við erum bara í miðjum viðræðum og það kem­ur í ljós hver fram­vind­an verður, kannski verða ein­hver sam­töl um helg­ina líka, ég bara veit það ekki,“ seg­ir hann.

Mynd­irðu segja að fund­ur­inn í dag hafi verið já­kvæður eða nei­kvæður að þinni til­finn­ingu?

„Já­kvæður,“ svar­ar Arn­ar um hæl.

Verði af fyr­ir­hugaðri vinnu­stöðvun stöðvast allt flug á áður­nefnd­um tíma að und­an­skildu sjúkra­flugi og öllu flugi á veg­um Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Kjara­samn­ing­ar flug­um­ferðar­stjóra hafa verið laus­ir frá 1. októ­ber síðastliðnum og hafa samn­ingsaðilar ekki náð sam­komu­lagi um nýj­an samn­ing eins og fram kem­ur hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert