Fatafella í hatursglæpaför lögreglunnar

Starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pantaði fatafellu í gleðskap eftir námskeið …
Starfsfólk lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu pantaði fatafellu í gleðskap eftir námskeið um hatursglæpi og voru viðstaddir ekki á einu máli um uppátækið. mbl.is/Golli

Þrír starfs­menn lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu pöntuðu þjón­ustu karl­kyns fata­fellu í fræðslu­ferð lög­reglu­manna og sak­sókn­ara við lög­reglu­embætti til Pól­lands í nóv­em­ber. Frá þessu grein­ir Heim­ild­in.

Kveður Gunn­ar Rún­ar Svein­björns­son, kynn­ing­ar­full­trúi embætt­is­ins, málið litið al­var­leg­um aug­um þar enda séu rík­ar kröf­ur gerðar til starfs­manna embætt­is­ins um að vera til fyr­ir­mynd­ar í hví­vetna, að öðru leyti tjái hann sig ekki um mál­efni ein­stakra starfs­manna.

Heim­ild­in hef­ur rætt við kunn­uga og hef­ur þar upp úr að starfs­fólkið hafi sótt nám­skeiðið „Hat­urs­glæp­ir – upp­gang­ur öfga­afla“ í Auschwitz.

Komu sam­ferðamönn­um sín­um á óvart

Kvöld nokk­urt að nám­skeiðshaldi loknu hafi þátt­tak­end­ur gert sér glaðan dag og þrjár kon­ur frá embætti lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu pantað þjón­ustu karl­kyns fata­fellu og komið sam­ferðafólki sínu að óvör­um með til­tæk­inu.

Þrátt fyr­ir að áhorf­end­ur hafi tekið fjölda ljós­mynda og sáldrað þeim um lokaðan hóp sam­fé­lags­miðils­ins Snapchat mun fata­fell­an hafa strokið ein­hverj­um viðstaddra and­hær­is og komst málið í há­mæli er fram liðu stund­ir. Kveður Heim­ild­in mikla ólgu inn­an embætt­is­ins vegna at­hæf­is­ins.

Van­v­irða, álits­hnekk­ir eða rýrð

Vildi Gunn­ar Rún­ar að sögn miðils­ins ekk­ert staðfesta um af­leiðing­ar – hvort áminn­ing­ar hefðu verið veitt­ar eða gripið til tíma­bund­inna leyfa frá störf­um.

Kveður mannauðsstefna lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu á um að starfs­menn lög­reglu skuli gæta þess að aðhaf­ast ekk­ert í starfi sínu eða utan þess sem geti orðið þeim til van­v­irðu eða álits­hnekk­is eða varpað rýrð á það starf er þeir vinna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert