Ísland lýsir yfir stuðningi við ákvörðun Guterres

Ísland og hin Norðurlöndin lýsa yfir stuðningi við ákvörðun Guterres.
Ísland og hin Norðurlöndin lýsa yfir stuðningi við ákvörðun Guterres. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Norðurlöndin hafa lýst yfir stuðningi sínum við ákvörðun framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna að virkja heimild sína samkvæmt 99. grein stofnsáttmála SÞ um að krefja öryggisráðið um viðbrögð við átökunum á Gasasvæðinu.

Frá þessu greinir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Facebook. Hún segir að löndin hafi ritað framkvæmdastjóranum bréf þar sem þau greindu frá stuðningi sínum.

„Í yfirlýsingu okkar þrýsta Norðurlöndin á að öryggisráðið beiti sér til að stöðva þær skelfilegu mannúðarhörmungar sem blasa við okkur,“ skrifar forsætisráðherra.

Annað skiptið sem gripið er til greinarinnar

Ant­onio Guter­res, framkvæmdastjóri Sam­einuðu þjóðanna, skír­skotaði til 99. grein­ar stofn­sátt­mála stofn­un­ar­inn­ar til að vara við yf­ir­vof­andi „mannúðar stór­slysi“ og hvetja ör­ygg­is­ráð SÞ til að bregðast við ástand­inu í Gasa. Þetta er aðeins í annað skiptið sem gripið hef­ur verið til grein­ar­inn­ar.

Sam­kvæmt frétta­stofu AP sagði Guter­res í bréfi sínu til ráðsins, sem er skipað af 15 full­trú­um frá mis­mun­andi lönd­um, að mannúðar­kerfi Gasa væri að þrot­um komið. Tveggja mánaða átök hafi valdið „hræðileg­um þján­ing­um, eyðilegg­ingu og þjóðaráfalli.“ 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert