Hópur mótmælenda kastaði rauðu glimmeri á Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra á hátíðarfundi sem fór fram í Veröld, húsi Vigdísar, núna í hádeginu.
Bjarni átti að flytja lokaávarp á fundinum sem var haldinn í tilefni af 75 ára afmæli mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Forsætisráðuneytið og utanríkisráðuneytið stóðu fyrir fundinum ásamt Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands.
Mótmælendur héldu á borða þar sem skorað var á íslensk stjórnvöld að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael.