Hin ýmsu útköll voru á sjúkrabifreiðar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins síðasta sólarhringinn. Sem dæmi má nefna útköll vegna fæðingar, slagsmála og endurlífgunartilraunar. Einnig fór slökkviliðið í kynlífstengt útkall sem endaði með heimsókn á bráðamóttöku.
Þetta kemur fram á Facebook-síðu slökkviliðsins.
Alls reyndust útköllin á vaktinni vera 214 talsins síðasta sólarhringinn.
Fjórar boðanir voru á dælubifreiðar. Eldur kviknaði í rusli og í lyftara, og reykskynjari bilaði. Einnig kviknaði gróðureldur við Vesturlandsveg.