Nærri 30 sentimetrar á mánuði

Varnargarðar hafa verið lagðir í kringum Svartsengi.
Varnargarðar hafa verið lagðir í kringum Svartsengi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Land heldur áfram að rísa hratt í grennd við raforku- og hitaveituna í Svartsengi. Landið hefur nú risið um nærri 30 sentimetra frá því það féll skyndilega hinn 10. nóvember.

Þann dag er kvika talin hafa hlaupið úr kvikusyllunni, sem valdið hafði landrisinu dagana á undan, og í kjölfarið myndað um 15 kílómetra langan kvikugang frá Sundhnúkagígaröðinni, í suð-suðvestur undir Grindavík og fram undir sjó.

Kort/mbl.is

Dregið gæti til tíðinda þegar landrisið nálgast enn frekar þá hæð sem það hafði náð fyrir myndun kvikugangsins. Gæti það orðið eftir rúma viku, ef mið er tekið af grafinu sem fylgir.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert