Rannsókn á manndrápi á Lúx enn í gangi

Ransókn málsins er enn í gangi.
Ransókn málsins er enn í gangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rannsókn á manndrápi á skemmtistaðnum Lúx við Austurstræti í júní er í eðlilegum farvegi. Það er ekki enn komið á borð héraðssaksóknara.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar.

Karlmaður á þrítugsaldri er grunaður um að banað Karolis Zelenkauskas, sem var 25 ára og frá Litháen. Átök­ sem leiddu til and­láts­ins áttu sér stað aðfaranótt laug­ar­dags­ins 24. júní. 

Manninum sem er grunaður var sleppt úr gæsluvarðhaldi um mánaðamótin júní/júlí þar sem skilyrði laga um meðferð sakamála sem lúta að gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna, voru ekki talin vera til staðar.

„Málið gengur ekki alveg eins hratt og þegar grunaður situr í gæsluvarðhaldi, því þá höfum við bara 12 vikur samtals til að klára það,” segir Grímur, spurður út í rannsóknina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert