Sigmundur blandar sér í glimmermálið

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, er ósáttur við orðfæri fjölmiðla í tengslum við uppákomu í Veröld, húsi Vigdísar, í dag þar sem mót­mæl­end­ur skvettu glimmeri yfir Bjarna Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra. Mót­mæl­end­ur héldu á borða þar sem skorað var á ís­lensk stjórn­völd að slíta stjórn­mála­sam­bandi við Ísra­el. 

Í færslu á samfélagsmiðlinum X segir Sigmundur Davíð að hann sé andsnúinn því að veist sé að ráðherrum, sama hversu vitlaus einhverjum kunni að þykja málflutningurinn. Hann gerir þó einnig athugasemd við að Ríkisútvarpið skuli tala um glimmer. Leggur Sigmundur til að orðið „glansduft“ verði notað í staðinn.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert