Skagfirðingar sleppi heitu pottunum

Sauðáin, sem rennur í gegnum Sauðárkrók, er i klakaböndum og …
Sauðáin, sem rennur í gegnum Sauðárkrók, er i klakaböndum og börn vöruð við að vera þar að leik. Ljósmynd/Svfél. Skagafjörður

Frost norðanlands hefur mest farið yfir 16 gráður í dag; á Sauðárkróksflugvelli og Grímsstöðum á Fjöllum. Hafa Skagafjarðarveitur hvatt íbúa til að fara sparlega með heita vatnið og sleppa því að fara í heita pottinn.

Nú þegar frostið er í tveggja stafa tölu dag eftir dag beina Skagafjarðarveitur þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að fara sparlega með heita vatnið svo ekki þurfi að koma til lokana. Sérstaklega skal bent á sleppa notkun á heitum pottum meðan kuldinn er sem mestur,“ segir í tilkynningu frá Skagafjarðarveitum til íbúa.

Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi kuldatíð næstu daga, með allt að 15 stiga frosti á Norðurlandi.

Kalt er á Króknum þessa dagana.
Kalt er á Króknum þessa dagana. Ljósmynd/Ómar Bragi Stefánsson


Sveitarfélagið Skagafjörður sá ástæðu til þess í vikunni, vegna mikilla kulda undanfarið, að vara við mikilli klakamyndun og ísingu í ám og lækjum. Eru foreldrar og forráðamenn hvattir til að brýna fyrir börnum að leika sér ekki á ísnum á Sauðá, eða í kringum ána.

Nauðsynlegt er að ræða við börn um hættuna sem stafar af slíkum leik. Talsvert vatn er einnig farið að renna ofan á ísnum á köflum,“ segir í frétt á vef Skagafjarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert