Skíðaiðkendur geta senn tekið gleði sína. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli verður opnað 15. desember næstkomandi, en starfsfólk fjallsins hefur unnið að snjóframleiðslu frá því í byrjun vikunnar.
„Mér sýnist við þurfa að keyra það áfram alveg til fjórtánda,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson, forstöðumaður Hlíðarfjalls.
Hann segir að 15. desember verði stefnt að því að opna neðra svæði fjallsins, eða allt fyrir neðan 700 metra.
„Við reynum allavega að klára að framleiða fyrir allt neðra svæðið, en það vantar aðeins meiri snjó á efra svæðið,“ segir hann.
Magnús Árnason, framkvæmdastjóri skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, segist ekki sjá fram á hvenær skíðasvæðið í Bláfjöllum verði opnað.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.