Skólar fá aðgang að finnsku lestrarvopni

GraphoGame, eða Ekapeli á upprunamálinu, er tölvuleikur sem kennir börnum …
GraphoGame, eða Ekapeli á upprunamálinu, er tölvuleikur sem kennir börnum að lesa. mbl.is/Ernir

Íslensk­ir skól­ar fá brátt aðgang að svo­kölluðu lestr­ar­vopni Finna, tölvu­leik sem hef­ur skilað mikl­um ár­angri við lestr­ar­kennslu í finnska mennta­kerf­inu. Finnsk­ir skól­ar skoruðu hæst meðal Norður­landa á PISA-könn­un­inni 2022.

„Þetta er lík­lega mest rann­sakaða mennta­tækni­lausn ver­ald­ar­sög­unn­ar,“ seg­ir Tryggvi Hjalta­son, sem hef­ur á umliðnu ári unnið að því að koma tölvu­leikn­um Grap­hoGame yfir á ís­lenskt mál, en leik­ur­inn kenn­ir börn­um að lesa. Á finnsku heit­ir tölvu­leik­ur­inn Ekap­eli.

„Það er búið að gera hátt í 100 rann­sókn­ir á virkni leiks­ins og hún er al­veg af­ger­andi, og er mest fyr­ir þá sem geng­ur illa að ná grunnund­ir­stöðum í lestri.“

Tryggvi Hjaltason, er formaður Hugverkaráðs og faðir. Hann átti frumkvæðið …
Tryggvi Hjalta­son, er formaður Hug­verkaráðs og faðir. Hann átti frum­kvæðið að því að koma Grap­hoGame yfir á ís­lenskt mál og vinn­ur að verk­efn­inu með fjölda fólks. Ljós­mynd­ir/Ó​skar Pét­ur Friðriks­son

Finnsk börn skara fram úr á Norður­lönd­un­um

Niður­stöðurn­ar PISA 2022 sýna að 40% fimmtán ára nem­enda á Íslandi búa ekki yfir grunn­hæfni í lesskiln­ingi. Ann­ar hver dreng­ur á þeim aldri get­ur ekki lesið sér til gagns, þó að ára­löng skóla­ganga sé þá þegar að baki.

Finn­sk börn hafa í gegn um tíðina staðið sig best meðal Norður­landaþjóða í könn­un­un­um en Ísland er þeirra neðst og raun­ar ná­lægt botni alls list­ans. Könn­un­in er lögð fyr­ir 15 ára börn og reyn­ir á lesskiln­ing, stærðfræðilæsi og læsi á nátt­úru­vís­indi.

Tryggvi seg­ir að finnsk­ur fræðimaður sem flutti fyr­ir­lest­ur í Vest­manna­eyj­um, í umboði verk­efn­is­ins Kveikj­um neist­ann, í fyrra hafi ein­mitt bent á að ein ástæða fyr­ir vel­gengni finnskra barna í leskiln­ingi væri ein­mitt þessi tækni.

Jafn­gild­ir einka­kennslu

Tryggvi út­skýr­ir að Finn­ar hafi fyr­ir um 25 árum farið í átak um að skapa sta­f­ræn­an vett­vang þar sem börn geta lært að lesa. Var verk­efnið sér­stak­lega miðað að börn­um með les­blindu.

Tryggvi bend­ir á að sér­fræðing­ar á Cambridge-há­skól­an­um í Englandi telji spil­un leiks­ins jafn­gilda einka­kennslu hjá kenn­ara­nema.

„Þar af leiðandi get­ur þetta verið mjög hennt­ugt verk­færi fyr­ir kenn­ara til þess að hjálpa börn­um að lesa á sín­um eig­in hraða,“ seg­ir hann.

Við græðum enga pen­inga af þessu“

Tryggvi og koll­eg­ar hans réðust í verk­efnið fyr­ir rúmu ári. Verk­efnið er fjár­magnað af Bill­bo­ard ehf. sem hef­ur greitt fyr­ir staðfær­ingu á leikn­um ásamt af­nota­leyfi til 5 ára, svo að leik­ur­inn geti verið aðgengi­leg­ur öll­um gjald­frjálst.

„Hann [Birg­ir Örn Birg­is­son, stjórn­ar­formaður Bill­bo­ard ehf,] ger­ir það svo sem sem góðgerðar­verk­efni. Það er ekk­ert viðskipta­mód­el hjá okk­ur í kring­um þetta. Við græðum enga pen­inga af þessu,“ seg­ir Tryggvi.

Prufu­keyrsla í Kópa­vogi eft­ir ára­mót

Tryggvi seg­ir einnig að læsis­fræðing­ur­inn Sig­ur­laug Rún Bryn­leifs­dótt­ir sjái um að staðfæra leik­inn yfir á ís­lensku.

Þá hafa Sam­tök at­vinnu­lífs­ins einnig lagt hönd á plóg og mennta­mála­stofn­un vinn­ur nú að kennslu­leiðbein­ing­um um notk­un leiks­ins í skóla­starfi. Mennta­málaráðuneytið hef­ur veitt verk­efn­inu bless­un sína.

Kópa­vogs­bær er einn af sam­starfsaðilum verk­efn­is­ins og mun leiða fyrstu skref­in í próf­un á ís­lensku staðfærsl­unni eft­ir ára­mót með notk­un leiks­ins í fyrsta bekk grunn­skóla og rann­sókn á ár­angri.

Leik­ar­arn­ir Ilm­ur Kristjáns­dótt­ir og Þor­vald­ur Davíð Kristjáns­son eru radd­ir leiks­ins og Bragi Valdi­mar Skúla­son Baggal­út­ur brýt­ur nú heil­ann um ís­lenskt nafn á Grap­hogame.

Kópavogsbær er einn af samstarfsaðilum verkefnis. Mynd þessi er frá …
Kópa­vogs­bær er einn af sam­starfsaðilum verk­efn­is. Mynd þessi er frá kynn­ingu verk­efn­is­ins í Kópa­vogi. Ljós­mynd/​Kópa­vogs­bær

Kynjamun­ur sést snemma

Und­an­farið ár hef­ur Tryggvi leitt stafs­hóp mennta­málaráðuneyt­is­ins sem rann­sak­ar ein­mitt ár­ang­ur barna í mennta­kerf­inu. Hann seg­ir að niður­stöður PISA 2022 hafi ekki komið sér á óvart: „Lægstu mæl­ing­ar sem við höf­um séð voru síðustu mæl­ing­ar. Lægstu á und­an því voru mæl­ing­ar árið áður. Það var allt sem benti til þess að botn­in­um væri ekki náð.“

Eins og fyrr seg­ir get­ur ann­ar hver 15 ára dreng­ur á Íslandi ekki lesið sér til gagns (47%), sam­an borið við 32% stúlkna. Tryggvi bend­ir á að kynjamun­ur í tengsl­um lestr­ar­hæfni sjá­ist afar snemma hjá börn­um.

„Þeir [dreng­irn­ir] eru ekki að fá nógu sterk­ar grunnund­ir­stöður oft í sínu tungu­mála­námi,“ seg­ir Tryggvi, og bend­ir á að þegar börn eru kom­in í 4. bekk megi strax finna áber­andi mun á milli kynja hvað varðar tungu­mála­getu, les­hraða og lesskiln­ing. Þá séu einnig sem benda til þess að sú skekkja mæl­ist enn fyrr – jafn­vel á leik­skóla­aldri.

„Þess vegna eru þessi fyrstu skref, sem Grap­hoGame hjálp­ar til með, svo mik­il­væg,“ seg­ir hann. „Þá eru dreng­irn­ir sér­stak­lega að njóta góðs af þessu því þeir eru sá hóp­ur sem er oft­ast eft­ir á í þess­um fyrstu skref­um í lestri.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert