Sumir hafi hamstrað yfir 800 matarleifapoka

Margir hafa gripið í tómt þegar sækja hefur átt bréfpoka …
Margir hafa gripið í tómt þegar sækja hefur átt bréfpoka undanfarið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hátt í helmingur íbúa höfuðborgarsvæðisins hefur safnað upp umframbirgðum á heimilum sínum af bréfpokum undir matarleifar.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlskönnun Gallup í desember. Sorpflokkun matarleifa var nýlega tekin upp á heimilum á höfuðborgarsvæðinu og hefur verið hægt að fá þá endurgjaldslaust í matvöruverslunum til þessa.

Ekki ber sögum þó saman um hvort eða hvenær eigi að byrja að rukka fyrir pokana.  

Helmingur íbúa hamstrar pokunum

Gallup lagði spurningu fyrir íbúa á höfuðborgarsvæðinu hvor umframbirgðir væru af bréfpokunum á heimilum þeirra þ.e. meira en ein pakkning. 

Svaraði hátt í helmingur að fleiri en ein pakkning væri á heimili þeirra. Hátt í þriðjungur er með tvær til fjóra pakkningar heima hjá sér. Nær 6% eru með fimm til níu pakkningar en rúmlega 9% íbúa hafa hamstrað 10 eða fleiri pakkningum eða um 800 poka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert