Ljósum prýdd jólalest Coca-Cola fór á rúntinn í kvöld og gladdi jólabörn höfuðborgarsvæðisins venju samkvæmt.
Lestin er orðin fastur liður á aðventunni og er orðin eins konar jólaboði, enda litirnir ekki frábrugðnir þeim sem bandaríski jólasveinninn klæðist.
Tengja margir jólalestina, ásamt árlegri jólaauglýsingu fyrirtækisins, við jólandann, en lestin hóf göngu sína hér á landi árið 1995.
Við skrif þessarar fréttar átti lestin leið framhjá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum, en Coca Cola-verksmiðjan er nágranni blaðsins og mátti heyra jólalögin óma frá lestinni, sem var í eftirfylgd lögreglu.