Landsréttur hefur mildað dóm gegn Fjölni Guðsteinssyni í nauðgunarmáli og sýknað hann af kröfu brotaþola um að fá hærri miskabætur.
Málið á sér langa sögu en Fjölnir var árið 2018 dæmdur í tveggja ára fangelsi af héraðsdómi Suðurlands fyrir að nauðga konunni, sem hafi ekki getað spornað við verknaðinum sökum svefndrunga og ölvunar.
Í kjölfarið áfrýjaði Fjölnir til Landsréttar en hlaut í staðinn þyngri dóm þ.e. tvö ár og sex mánuði. Fór hann fram á endurupptökubeiðni málsins og var endurupptökubeiðni samþykkt.
Ákvað Landsréttur þá að milda dóminn niður í 18 mánaða fangelsi í janúar á þessu ári. Fór brotaþoli þá fram á að hinum ákærða yrði gert að greiða henni miskabætur að fjárhærð 2.000.000 króna, en þeirri kröfu var hafnað og upprunalegar bætur upp á 1.200.000 krónur sagðar réttilega ákvarðaðar.
Segir í dómi Landsréttar að framburður Fjölnis hafi verið ótrúverðugur, en refsing hans þyki engu að síður réttilega ákveðin, fangelsi í 18 mánuð. Vegna alvarleika og eðlis brots ákærða þyki ekki fært að binda refsinguna skilorði.