Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti eftirliti með ölvunarakstri fyrir utan vínbúð fyrir hádegi í dag.
Í dagbók lögreglu kemur fram að einn ökumaður hafi reynst undir talsvert miklum áhrifum áfengis þegar hann ók á brott frá vínbúðinni.
Ökumaðurinn var handtekinn og á von á sekt og sviptingu ökuréttinda.