„Heilbrigðisráðherra hefði átt að vera hérna“

Samtök aðstandenda og fíknisjúkra efndu til mótmæla á Austurvelli. Samtökin …
Samtök aðstandenda og fíknisjúkra efndu til mótmæla á Austurvelli. Samtökin hafa fengið nóg af úrræðal­eysi stjórn­valda og biðlist­um í meðferð og afeitrun. mbl.is/Óttar

„Það er synd og skömm að heilbrigðisráðherra lét ekki sjá sig í dag,“ segir Gunn­ar Ingi Val­geirs­son, einn þriggja forsvarsmanna Samtaka aðstand­enda og fíkni­sjúkra, sem efndu til mótmæla á Aust­ur­velli í dag. Þau hafa fengið nóg af úrræðal­eysi stjórn­valda og biðlist­um í meðferð og afeitrun.

Gunnar segir í samtali við mbl.is að um 500 manns hafi mætt á mótmælin. „Þetta er samt bara brot af þeim sem hefðu átt að vera hérna út af þessum sjúkdómi,“ segir hann. 

Mótmælendur stráðu rósum fyrir framan dyr Alþingishússins við Austurvöll, til að minnast þeirra sem hafa fallið frá vegna fíknisjúkdóms.

Mótmælendur dreifðu rósum fyrir utan Alþingishúsið.
Mótmælendur dreifðu rósum fyrir utan Alþingishúsið. mbl.is/Óttar

Krefjast þess að stjórnvöld taki ábyrgð

„Við erum að krefjast þess að stjórnvöld og heilbrigðiskerfið taki ábyrgð á þessum sjúkdómi, alveg eins og öllum öðrum sjúkdómum. Við erum að krefjast þess að það verði opnuð afeitrunarstöð innan spítala- og heilbrigðiskerfisins, að það sé ekki spítali sem er rekinn með frjálsum framlögum og styrkjum frá ríkinu, þar sem er að meðaltali 9 mánaða biðtími,“ segir Gunnar.

„Heilbrigðisráðherra hefði átt að vera hérna í dag að hlusta á sögur fólksins,“ bætir hann við en Gunnar segir að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra megi kynna sér málefnið betur þar sem „hann hefur sagt opinberlega að hann hefur ekki kynnt sér þessi málefni nógu vel“.

Mótmælin stóðu yfir frá kl. 13 til 15.
Mótmælin stóðu yfir frá kl. 13 til 15. mbl.is/Óttar

Um 700 manns á biðlista að hverju sinni

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu ber­ast að meðaltali 230 beiðnir um inn­lögn á sjúkra­húsið Vog í hverj­um mánuði og á hverj­um tíma eru um 500–700 beiðnir um inn­lögn á biðlista sjúkra­húss­ins.

Ný rannsókn á vegum Há­skóla Íslands sýnir að meira en helm­ing­ur þjóðar­inn­ar vill halda ein­hverri fé­lags­legri fjar­lægð frá fólki sem glím­ir við fíkni­vanda og má þar nefna að rúm­lega 60 pró­sent Íslend­inga vilja ekki fólk með slík­an vanda sem ná­granna og um 86 pró­sent vilja ekki að slík­ur ein­stak­ling­ur gift­ist inn í fjöl­skyld­una.

Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Guðlaug Baldursdótti eru forsvarsmenn samtakanna, ásamt …
Dagbjört Ósk Steindórsdóttir og Guðlaug Baldursdótti eru forsvarsmenn samtakanna, ásamt Gunnari Inga. mbl.is/Óttar
Mótmælendur dreifðu rósum fyrir utan Alþingishúsið.
Mótmælendur dreifðu rósum fyrir utan Alþingishúsið. mbl.is/Óttar
Á hverj­um tíma eru um 500–700 beiðnir uminn­lögn á biðlista …
Á hverj­um tíma eru um 500–700 beiðnir uminn­lögn á biðlista sjúkra­húss­ins Vogs. mbl.is/Óttar
Margir létu sjá sig, en ekki heilbrigðisráðaherra.
Margir létu sjá sig, en ekki heilbrigðisráðaherra. mbl.is/Óttar
Mótmæli á Austurvelli á vegum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra.
Mótmæli á Austurvelli á vegum Samtaka aðstandenda og fíknisjúkra. mbl.is/Óttar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert