Slökkviliðið var kallað út fyrir stundu að Ægisíðu í Reykjavík, þar sem tilkynnt var um að maður væri í sjónum.
Viðbragðsaðilar eru nýkomnir á svæðið, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.
Uppfært kl. 11.00: Maðurinn fannst með meðvitund og var fluttur á sjúkrahús, samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.