,,Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær“

Bjarni var þakin rauðu glimmeri.
Bjarni var þakin rauðu glimmeri. Ljósmynd/Aðsend

Pabbi, var einhverju rauðu kastað á þig í gær. Af hverju var það?“

Svo hefst Facebook-færsla Bjarna Benediktssonar utanríkisráðherra, en tólf ára dóttir hans spurði hann að þessu í morgun og vísaði þar í atvik gærdagsins þar sem rauðu glimmeri var kastað yfir hann. 

Bjarni segir í færslunni að hann hafði ekki hugsað sér að tjá sig sérstaklega um atvikið en í samtali við mbl.is í gær sagðist hann vera al­veg óskaddaður á lík­ama og sál“.

Margir þeirra sem mættu á viðburðinn í gær hafa sést við ráðherrabústaðinn þar sem ríkisstjórnarfundir fara fram. Þar fær maður að heyra að maður sé barnamorðingi á leið til vinnu. Málfrelsið er mikilvægt og það að koma saman til að ræða tiltekin mál eru grundvallarréttindi. Hins vegar er ég á móti skemmdarverkum og tel að samfélaginu farnist best ef við öll sýnum leikreglum samfélagsins virðingu,“ segir í færslunni. 

Bjarni segir að hann hafi hafnað viðtalsbeiðnum þar sem hann vildi ekki veita atvikinu enn meiri athygli. 

Gagnrýnir umfjöllun Rúv

Bjarni gagnrýnir umfjöllun Ríkisútvarpsins um málið og nefnir að Rúv hafi rætt við Margréti K. Blöndal, þá sem tók yfir ráðstefnuna ásamt öðrum, og gert sérstaka TikTok-frétt sem dóttir hans síðan sá. 

Við TikTok-fréttina eru athugasemdir skrifaðar af fjölmörgum. Ein þeirra er þessi: „...henda sýru en ekki glimmeri á BB næst takk...“. Það mátti gera ráð fyrir að barnið spyrði hvað átt sé við en maður fer að velta fyrir sér, þegar maður les svonalagað á vef sem Ríkisútvarpið heldur úti, hvenær ástæða er til að staldra við.

Bjarni segir að eðlilegt sé að ræða hörmungarnar á Gasa án allra hindrana og að frá upphafi íslensk stjórnvöld fordæmt hryðjuverkin og gísatökuna.

Við þurfum að tryggja, að umræða um það framlag sem við Íslendingar getum haft, sem friðsæl þjóð þar sem staða mannréttindamála er sterk og fólk býr við meira öryggi og velsæld en flestir aðrir heimsbúar, fari fram á málefnalegan og lýðræðislegan hátt. Í því felst m.a. að leikreglum samfélagsins sé fylgt,“ segir að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert