Stefán Einar Stefánsson
Laun verkafólks hafa hækkað um 48,2% frá því að lífskjarasamningarnir voru undirritaðir um mitt ár 2019. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar segir þessar hækkanir hóflegar.
Hún er nýjasti gestur Spursmála og ræddi þar um stöðuna á vinnumarkaði en nú eru aðeins um sjö vikur þar til að núverandi kjarasamningar renna sitt skeið á enda.
Í þættinum er Sólveig meðal annars spurð út í það hvort hún telji að tæplega 50% launahækkanir á rúmum fjórum árum séu ekki einn orsakavaldurinn þegar kemur að þrálátri verðbólgu í hagkerfinu stendur ekki á svörum.
„Nei, það er allt sem bendir til þess að verðbólgan sé eins og hún er sé séu utanaðkomandi aðstæður og gróðafýsn fyrirtækjanna sem standa mjög vel eins og þú veist og hafa auðvitað velt ýmsu út í verðlagið.“
Hafa fyrirtæki ekki ástæðu til að hækka verð þegar laun starfsfólks hafa hækkað um tæp 50% á þessu tímabili?
„Það er náttúrulega margt sem bendir til þess að gróði fyrirtækja fari sívaxandi en að launakostnaður minnki þannig að þau standa sannarlega ekki illa.“
Viðtalið við Sólveigu Önnu má sjá í heild sinni hér: