Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um grunsamlegar mannaferðir á Völlunum í Hafnarfirði.
Í dagbók lögreglu kemur fram að tveir einstaklingar hafi verið að taka í hurðarhúna á húsum í hverfinu. Ekki er greint frá því hvort lögregla hafi náð að ræða við einstaklingana.
Þá stöðvaði lögregla ökumann í miðbæ Reykjavíkur sem reyndist vera undir áhrifum fíkniefna ásamt því að vera sviptur ökuréttindum.
Í ljós kom að maðurinn var eftirlýstur og var í framhaldinu vistaður í fangaklefa vegna þess.
Í Breiðholtinu var kveikt í bifreið og er nú leitað að gerenda.