„Það var bara mjög vandræðalegt“

Það ráku margir upp stór augu þegar hjónin Benedikt Ingi Grétarsson og Ragnheiður Hreiðarsdóttir opnuðu gjafavöruverslunina Jólagarðinn í Eyjafjarðasveit í maí fyrir rúmum 27 árum.

Hvorki Benedikt né Ragnheiður höfðu heyrt um jólavöruverslun sem opin var allan ársins hring þegar þau tóku af skarið enda var starfsemin fyrsta sinnar tegundar á Íslandi.

Hjónin rifja upp upphaf rekstursins, ræða jólahefðir og margt fleira í hlaðvarpsviðtali við Morg­un­blaðið í tengsl­um við 110 ára af­mæli blaðsins.

Hægt er að hlusta á brot úr viðtalinu í spilaranum hér að ofan. Hlaðvarpið í heild sinni má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum.

„Þeir vildu loka okkur inni“ 

„Það var bara mjög vandræðalegt,“ segir Ragnheiður þegar blaðamaður spyr hvernig það hafi verið að opna verslun með slíka sérstöðu um vor. „Þeir vildu loka okkur inni sumir,“ bætir Benedikt við kíminn.

Leist fólki ekkert á þessa hugmynd?

„Nei alls ekki,“ svara hjónin í kór.

Stækkuðu við sig sjö árum síðar

Sveinsbær, sem margir þekkja sem jólahúsið, var upphaflega 35 fermetrar. Í miðju hússins mátti svo finna arin sem tók rúma tvo fermetra. Benedikt rifjar upp að skipulagið hafi til að byrja með verið „mjög óhagstætt“ vegna stærðarinnar.

Sjö árum síðar hafði starfsemin stækkað svo mikið að nauðsynlegt var að byggja við. „Og þá fórum við með það niður í jörðina,“ útskýrir Ragnheiður.

Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og talsverð uppbygging átt sér stað. 

Benedikt og Ragnheiður opnuðu Jólagarðinn í maí árið 1996. Mikið …
Benedikt og Ragnheiður opnuðu Jólagarðinn í maí árið 1996. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert