Alelda rúta við Elliðavatn

Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang.
Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang. Samsett mynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins/mbl.is/Eyþór

Eldur kviknaði í lítilli rútu rétt handan við Elliðavatn nú í kvöld. Rútan var mannlaus er eldurinn kviknaði. Mikill reykur er á svæðinu.

Þetta staðfestir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Eldsupptök óljós

Tilkynning um eldinn barst slökkviliðinu um níuleytið. Tveir slökkvibílar voru sendir á vettvang þar sem rútan var alelda. Auk þess var einn tankbíll sendur á vettvang.

Ekki er vitað um upptök eldsins.

Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka