Fatafellumálið ekki á borði landssambandsins

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna.
Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Mál starfskvenna lögreglunnar sem keyptu þjónustu fatafellu í fræðsluferð til Póllands hefur ekki ratað á borð Landssambands lögreglumanna. Þetta staðfestir Fjöln­ir Sæ­munds­son, formaður landssambandsins, í samtali við mbl.is.

Greint var frá því á föstudag að þrjár starfs­kon­ur lög­regl­unn­ar hafi pantað karl­kyns fata­fellu í fræðslu­ferð til Póllands um hat­ursorðræðu í nóv­em­ber. Ferðin var á vegum menntaseturs lögreglunnar. 

„Landssambandið er ekkert að skipta sér að málunum nema félagsmenn biðji um það,“ segir Fjölnir. „Við höfum enga aðkomu að þessu.“

Lögregla mun ekki tjá sig ekki um málið

Lög­reglu­stjóri á höfuðborg­ar­svæðinu kveðst líta málið al­var­leg­um aug­um en sagði í sam­tali við mbl.is í gær að lög­regl­an geti ekki tjáð sig um mál ein­stakra starfs­manna.

Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir það áhyggju­efni að starfs­menn lög­regl­unn­ar hafi keypt sér „aðgang að lík­ama annarra“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert