Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ökumann í dag sem var með hníf og rafbyssu meðferðis. Hafði hann neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var einnig undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Í Hlíðunum var tilkynnt um þjófnað, en vitað er hver gerandi er.
Þá var einn handtekinn eftir að hafa hunsað ítrekuð fyrirmæli lögreglu um að yfirgefa stað þar sem að hann átti ekki erindi. Var hann færður á lögreglustöð í kjölfarið.