Eldur kviknaði í potti á eldavél í íbúðarhúsnæði við Hafnargötu í Reykjanesbæ í dag. Í kjölfarið þurfti að reykræsta húsið.
Þetta staðfestir Ármann Árnason, varðstjóri hjá Brunavörnum Suðurnesja, í samtali við mbl.is.
Enginn skaði var á fólki og er ekki útlit fyrir að tjón hafi orðið á íbúðinni.
Að sögn sjónarvotta voru fimm lögreglubílar, tveir sjúkrabílar og einn slökkviliðsbíll á vettvangi.